Þingiðn og Framsýn hafa komið sér upp hleðslustöðvum í Þorrasölum fyrir félagsmenn, það er í tveimur bílastæðum í bílakjallaranum. Bæði verður hægt að hlaða í bílakjallaranum í hleðslustöðvum stéttarfélaganna og í sameiginlegum hleðslustöðvum á bílaplaninu sem íbúar og gestir hafa aðgengi að. Tveimur stöðvum hefur verið komið fyrir á bílaplaninu. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna, þar er einnig hægt að fá sérstök kort sem menn þurfa að nálgast til að geta hlaðið bílana. Í skoðun er að virkja stöðvarnar þannig að menn geti hlaðið bílana með sínum greiðslukortum. Þá er reiknað með að menn noti sína eigin kapla við hleðsluna þar sem þeir fylgja ekki með hleðslustöðvunum.