Gengið frá kjarasamningi við Landsvirkjun

Starfsgreinasamband Íslands fh. aðildarfélaga sambandsins hefur gengið frá skammtímasamningi við Landsvirkjun. Framsýn kom að þessari vinnu enda með þrjár virkjanir á félagssvæðinu sem falla undir samninginn, Þeistareykjavirkjun, Kröflu og Laxárvirkjun. Samningurinn gildir til 31. janúar 2024 enda verði hann samþykktur í atkvæðagreiðslu sem hefst á næstu dögum sem skal lokið eigi síðar en 20. apríl 2023. Kjarasamningurinn er sambærilegur samningi SGS og SA sem var undirritaður 3. desember 2022. Starfsmenn Landsvirkjunnar sem falla undir samninginn munu fá frekari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna og samninginn á næstu dögum.

Deila á