Aðalfundur Húsfélagsins í Þorrasölum 1-3 var haldinn í gær í Kópavogi. Á fundinum kom fram mikil ánægja með rekstur húsfélagsins og starfsemina á umliðnu starfsári. Stjórn félagsins kom að ýmsum málum sem fylgir rekstri húsfélaga. Sem dæmi má nefna að nýlega var komið upp hleðslukerfi fyrir rafbíla og í sumar verður fjölbýlishúsið málað. Áætlað er að það kosti um 16 milljónir. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, hefur verið stjórnarformaður og var hann endurkjörinn í gær. Með honum í stjórn er öndvegisfólk sem býr í Þorrasölum. Stéttarfélögin, Þingiðn og Framsýn eiga 5 íbúðir í húsinu. Í heildina eru 32 íbúðir í fjölbýlishúsinu.