Fyrir helgina skrifuðu fulltrúar Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins undir sérkjarasamning fyrir starfsmenn við störf á farþegabátum í ferðaþjónustu frá Húsavík. Um er að ræða framlengingu á gildandi samningi fyrir starfsmenn við fugla og hvalaskoðun. Samningurinn sem tekur mið af hækkunum í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er afturvirkur og gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Samningurinn ber með sér að launaliður samningsins hækkar en aðrir liðir úr kröfugerð Framsýnar verða teknir til umræðu eigi síðar en í október nk.