Lög STH í endurskoðun

Undanfarið hefur verið unnið að því að endurskoða félagslög Starfsmannafélags Húsavíkur sem er reyndar löngu tímabært. Stjórn félagsins hefur samþykkt breytingarnar sem verða til afgreiðslu á aðalfundi félagsins í vor. Til stendur að halda félagsfund í byrjun apríl þar sem farið verður yfir lagabreytingarnar, þannig gefst almennum félagsmönnum tækifæri á að kynna sér breytingarnar fyrir aðalfundinn. Félagsmenn STH er velkomið að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og grípa með sér eintak af lagabreytingunum vilji þeir kynna sér málið frekar fyrir aðalfundinn. Þá veitir formaður félagsins, Hermína Hreiðarsdóttir, frekari upplýsingar um lagabreytingarnar sem og starfsmenn félagsins.

Deila á