STH samþykkir starfsreglur fyrir Ferðasjóð félagsins

Samkvæmt sérákvæðum í gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflotsins er kveðið á um sérstaka greiðslu í Ferðasjóð STH frá sveitarfélaginu Norðurþingi. Þar er kveðið á um:

„Greiðsla í ferðasjóð starfsmanna skal vera kr. 3.846,- (miðað við frv. 160,2 stig; jan. ´92) fyrir hvern starfsmann árið 1992. Upphæð þessi skal taka sömu breytingum og framfærsluvísitala. Upphæðin skal reiknuð út í janúar ár hvert og verða til greiðslu 1. mars ár hvert.“

Stjórn félagsins hefur ákveðið að leggja til við aðalfund félagsins í vor að eftirfarandi starfsreglur gildi fyrir Ferðasjóðinn, það er síðan aðalfundarins að afgreiða starfsreglurnar formlega:

Tilgangur sjóðsins

Markmið sjóðsins er að standa fyrir orlofsferðum fyrir félagsmenn. Sérstök Ferðanefnd sem kjörin er á aðalfundi skal sjá um að skipuleggja ferðirnar í fullu samráði við stjórn félagsins enda ber hún fjárhagslega ábyrgð á rekstri félagsins.

 Réttur félagsmanna

Aðeins þeir félagsmenn sem eru starfandi á hverjum tíma eiga rétt á niðurgreiðslum vegna skipulagðra ferða á vegum félagsins sem og þeir félagsmenn sem láta af störfum vegna aldurs eða örorku innan 12 mánaða frá því að ferðin auglýst formlega.

Skipulag ferða

Leitast skal við að skipuleggja orlofsferðirnar þannig að sem flestir geti tekið þátt í þeim. Það er ferðir sem farnar eru innanlands og/eða erlendis á vegum Ferðanefndar STH.

Rétt er að taka skýrt fram að félagsmenn geta komið sínum ábendingum á framfæri varðandi tillögur stjórnar við formann félagsins sem er Hermína Hreiðarsdóttir.

Deila á