Áríðandi fundur – Kynningarfundur um lífslíkur og lífeyrismál

Framsýn og Þingiðn standa fyrir sameiginlegum fundi um lífeyrismál fimmtudaginn 2. mars kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Lsj. Stapa. Fyrir hönd sjóðsins verða á fundinum Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmdastjóri og Jóna Finndís Jónsdóttir forstöðumaður réttindasviðs.

Fundarefni: Hækkandi lífslíkur og skuldbindingar lífeyrissjóða

Nýlega var lögð fram ný spá um lífslíkur fólks sem gerir ráð fyrir því að lífslíkur haldi áfram að hækka til framtíðar. Spáin hefur veruleg áhrif á skuldbindingar lífeyrissjóða og munu starfsmenn sjóðsins gera grein fyrir þeim hugmyndum sem unnið er eftir við að innleiða hækkandi lífslíkur í samþykktir sjóðsins. Búast má við að tillögur að slíkum breytingum verði lagðar fyrir ársfund Stapa í vor. Þá munu starfsmenn sjóðsins einnig gera grein fyrir rekstri sjóðsins og ávöxtun á nýliðnu ári og svara spurningum fundargesta.

Stéttarfélögin skora á félagsmenn að mæta á fundinn og fræðast um lífslíkur og lífeyrissréttindi framtíðarinnar.

Framsýn stéttarfélag

Þingiðn, félag iðnaðarmanna

Deila á