Ert  þú á aldrinum 16-35 ára og vilt þú koma að því að móta verkalýðshreyfinguna til framtíðar?

ASÍ-UNG sem Framsýn og Þingiðn eiga aðild að stendur fyrir fræðslu- og tengsladögum á Stracta Hótel, Hellu dagana 30. – 31. mars nk. Viðburðurinn er ætlaður félagsmönnum á aldrinum 16-35 ára sem hafa áhuga á réttindamálum og/eða verkalýðsmálum. Síðast þegar slíkur viðburður var haldinn var góð þátttaka og skapaðist skemmtilegt andrúmsloft. Hvetjum endilega unga félagsmenn innan Framsýnar og Þingiðnar til að gefa kost á sér á fræðslu og tengsladagana. Það er ykkar að taka við starfinu og leiða það áfram til frekari sigra fyrir vinnandi fólk og þá félagsmenn sem eru hættir á vinnumarkaði enda sé áhugi til staðar hjá ykkur. Rétt er að taka fram að allur kostnaður við fundinn, ferðir, gisting, fæði og vinnutap er greitt af stéttarfélögunum. Öll aðildarfélög Alþýðusambands Íslands hafa rétt til að senda fulltrúa á viðburðinn á vegum ASÍ-UNG á Stracta Hótel, Hellu. Skráning og nánari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þá er einnig hægt að fá frekari upplýsingar með því að senda skilaboð á netfangið kuti@framsyn.is.  

Deila á