6.1% beiðna til VIRK uppfylla kröfur WHO um kulnun

Haustið 2020 var ýtt út vör rannsóknar- og þróunarverkefni innan VIRK tengdu kulnun. Markmið verkefnisins er að byggja upp dýpri þekkingu á fyrirbærinu kulnun í starfi og er stuðst við nýlega skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO).

Niðurstöður úr þróunarverkefninu á árinu 2022 eru þær helstar að 58% umsækjenda töldu sig glíma við einkenni kulnunar, kulnun var nefnd sem ein ástæða tilvísunar í 14,1% beiðna lækna til VIRK en við nánari athugun þá uppfylltu 6,1% beiðnanna skilyrði WHO um kulnun.

Rannsóknar- og þróunarverkefnið er enn í fullum gangi og til stendur að gera frekari rannsóknir á þessu sviði í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Þá hefur verið ákveðið að koma á laggirnar Þekkingarsetri VIRK um kulnun.

Sjá nánar í frétt á vef VIRK.

Deila á