Marta Sif fékk góða kosningu

Á starfsmannafundi meðal starfsmanna á Berjaya Mývatn Hotel í dag var Marta Sif Baldvinsdóttir kjörin trúnaðarmaður starfsmanna til tveggja ára. Að sjálfsögðu fögnuðu samstarfsmenn með henni en hún gaf kost á sér sem trúnaðarmaður. Ekki er ólíklegt að um 50 starfsmenn komi til með að starfa á hótelinu í sumar enda ganga bókanir vel fyrir ferðaþjónustutímabilið 2023 sem er að hefjast á næstu vikum. Með henni á myndinni er Verca Nebeská sem var greinilega ánægð með nýja trúnaðarmanninn enda Marta Sif frábær í alla staði.

Deila á