Forsvarsmenn Berjaya Mývatn Hotels óskuðu eftir kynningu á kjarasamningum og starfsemi Framsýnar fyrir um 20 nýja starfsmenn sem ráðnir hafa verið til starfa síðustu daga. Hótelið verður opnað um næstu mánaðamót. Starfsmenn stéttarfélaganna, þau Kristján Ingi og Agnieszka, áttu ánægjulega stund í dag með starfsmönnum hótelsins. Kynningin fór vel fram og voru starfsmenn mjög ánægðir með heimsóknina frá Framsýn. Auk þess að fá góða kynningu var gengið frá kjöri á nýjum trúnaðarmanni. Kosningu hlaut Marta Sif Baldvinsdóttir og bjóðum við hana velkomna til starfa. Það er til mikillar fyrirmyndar þegar fyrirtæki hafa frumkvæði af því að leita til stéttarfélaganna eftir kynningu á réttindum starfsmanna og starfsemi stéttarfélaga.