Skemmtilegur dagur framundan

Öskudagur sem er upphafsdagur lönguföstu er í dag. Hefð er fyrir því á þessum degi að börn, unglingar og jafnvel fullorðnir gangi milli verslana og stofnana og taki lagið fyrir starfsmenn. Starfsfólkið á Skrifstofu stéttarfélaganna er komið í stellingar með það að markmiði að taka vel á móti þeim fjölmenna hópi sem ætla má að heimsæki skrifstofuna í dag. Að sjálfsögðu og rúmlega það verður tekið vel á móti gestum dagsins sem án efa verða fjölmargir. Allir velkomnir.  

Deila á