Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna að hefjast

Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands f.h. aðildarfélaga þess, hefst föstudaginn 17. febrúar næstkomandi kl. 14:00. Kosningunni lýkur föstudaginn 10. mars kl. 15:00 og verður niðurstaða kosninganna tilkynnt til ríkissáttasemjara fyrir kl. 16:00 þann dag. Sjómenn innan Framsýnar falla undir þennan kjarasamning.

Þegar kosning er hafin má búast við að einhverjir sem ekki eru á kjörskránni telji sig eiga rétt á að kjósa og kæri sig inn á kjörskrá. Það gera þeir með því að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.

Deila á