Reglulegur stjórnarfundur á morgun

Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar á morgun, þriðjudag. Kjaramál og staðan í hreyfingunni verða til umræðu auk orlofskosta sem verða í boði fyrir félagsmenn í sumar. Þá verður nýgerður kjarasamningur sjómanna tekinn til umræðu og farið yfir fyrirkomulagið á atkvæðagreiðslu um samninginn.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

2. Inntaka nýrra félaga

3. Kjarasamningur sjómanna

4. Kjarasamningar ríki/sveitarfélög

5. Veðurathugunarmenn-stofnanasamningur

6. Undirbúningsviðræður við SA

7. Gjald vegna orlofshúsa 2023

8. Málefni Asparfells

9. Trúnaðarmannanámskeið

10. Staða verkalýðshreyfingarinnar

11. Embætti ríkissáttasemjara

12. Formannafundur SGS

13. Kjaraviðræður við Landsvirkjun

14. Önnur mál

Deila á