Sjómenn athugið – Nýr kjarasamningur milli SSÍ og SFS

Nýr kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var undirritaður rétt fyrir miðnætti þann 9. febrúar 2023. Formaður Framsýnar var á staðnum og skrifaði undir kjarasamninginn. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þann 17. febrúar næstkomandi og lýkur kl. 15:00 þann 10. mars næstkomandi. Mikilvægt er að sjómenn kynni sér vel innihald samningsins áður en atkvæði um hann eru greidd. Framsýn á aðild að samningum og tóku Jakob G. Hjaltalín formaður Sjómannadeildar félagsins og Aðalsteinn Árni formaður félagsins þátt í viðræðunum. Hér að neðan er hægt að nálgast kjarasamninginn og kynningu á honum.

Kynning á kjarasamningnum

Kjarasamningurinn

Deila á