Viðræður í gangi

Nú er unnið hörðum höndum að því að klára framlengingu á sérkjarasamningi Framsýnar/Þingiðnar og PCC á Bakka. Viðræður hafa gengið nokkuð vel. Vilji er til þess að framlengja núverandi samning aðila til 31. janúar 2024. Reiknað er með að skrifað verði undir nýjan samning í næstu viku. Á myndinni má sjá trúnaðarmenn starfsmanna, þau Ingimar og Sigrúnu, sem setið hafa á fundi í morgun með formanni Framsýnar og yfirfarið tilboð PCC. Til stendur að svara tilboðinu síðar í dag og halda vinnunni áfram næstu daga.

Deila á