Samið um framlengingu á gildandi kjarasamningi

Oddviti Tjörneshrepps, Aðalsteinn J. Halldórsson og formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, gengu frá nýjum kjarasamningi í morgun. Um er að ræða skammtímasamning með gildistíma frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Hækkanirnar í samningnum eru þær sömu og Starfsgreinasamband Íslands samdi um við Samband ísl. sveitarfélaga á dögunum. Í kjarasamningunum 2019 samþykkti Tjörneshreppur að veita Sambandi ísl. sveitarfélaga ekki samningsumboð fyrir hreppinn. Þess í stað samþykkti sveitarstjórnin á þeim tíma að ganga til viðræðna við Framsýn um gerð á nýjum kjarasamningi fyrir starfsmenn sem gekk eftir. Kjarasamningurinn frá árinu 2019 var í morgun framlengdur til 31. janúar 2024 eins og fram kemur í fréttinni.

Deila á