Páskaúthlutun íbúða

Þá er komið að því, páskarnir framundan með tilheyrandi gleði og hamingju. Að venju verðum við með sérstaka páskaúthlutun á íbúðum stéttarfélaganna. Það er á íbúðum félaganna í Reykjavík, Kópavogi og Akureyri. Frestur til að skila inn umsóknum um dvöl í íbúðunum um páskana er til 1. mars. Þá verða umsóknirnar teknar fyrir og íbúðunum úthlutað. Þeir sem sækja um fyrir þann tíma sitja fyrir við úthlutun á íbúðunum. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna eða með því að senda skilaboð á netfangið kristjan@framsyn.is

Deila á