Starfsmenn ríkis og sveitarfélaga innan Framsýnar

Á árinu 2023 losna kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands og Sambands ísl. sveitarfélaga annars vegar(30.sept) og  Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra fh. ríkissjóðs hins vegar(31.mars). Þessar vikurnar vinnur Framsýn að því að setja saman kröfugerð fyrir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum. Afar mikilvægt er að félagsmenn sem starfa eftir þessum kjarasamningum komi sínum kröfum á framfæri við félagið. Það gera menn best með því að senda sínar kröfur á netfangið kuti@framsyn.is eða þá eru félagsmenn ávallt velkomnir í heimsókn á skrifstofuna vilji þeir fylgja eftir sínum kröfum. Tekið verður á móti kröfum til 22. janúar. Síðan verða tillögur félagsmanna teknar fyrir og mótuð kröfugerð. Koma svo kæru félagar, það er ykkar að hafa áhrif á kröfugerðina.

Deila á