Starfsgreinasamband Íslands hefur gengið frá stofnanasamningi við Vegagerðina. Samningurinn byggir á ákvæðum kjarasamnings sambandsins og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs frá 1. apríl 2019. Formaður Framsýnar kom að þessari vinnu fh. Starfsgreinasambandsins ásamt framkvæmdastjóra sambandsins og formanni Einingar-iðju. Skrifað var undir samninginn í morgun. Á meðfylgjandi mynd má sjá formann Framsýnar fara yfir samninginn með fulltrúum starfsmanna Vegagerðarinnar á Húsavík, þeim Kristjáni Önundar og Þóri Stefáns trúnaðarmanni áður en gengið var frá undirritun samningsins.