Hefur fengið nóg af áróðri Eflingar

Formaður Framsýnar segist reiður yfir endalausum áróðri forystumanna Eflingar sem eyði mun meiri tíma í að hrauna yfir félaga sína í hreyfingunni í stað þess að semja fyrir sitt fólk. Þá hafi skrif Stefáns Ólafssonar sérfræðings Eflingar og forystumanna þess ekki síður vakið athygli um stöðu félagsmanna Eflingar annars vegar og landsbyggðarfélaganna hins vegar. Því sé haldið fram að félagsmenn Eflingar þurfi sérstaka framfærsluuppbót og miklu hærri laun umfram félaga þeirra á landsbyggðinni vegna afgerandi meiri framfærslukostnaðar sem fylgi því að búa og starfa á höfuðborgarsvæðinu. Með slíkri framsetningu sé verið að etja saman verkafólki á Íslandi í stað þess að hvetja til samstöðu verkafólks, burtséð frá búsetu. Þessi óforskammaða framkoma fari í sögubækurnar. Hér má lesa viðtalið við Aðalstein Árna formann Framsýnar sem svarar forystumönnum Eflingar fullum hálsi eftir yfirlýsingar félagsins í dag. „Mælirinn orðinn fullur“ (mbl.is)

Deila á