Atvinnuástandið í jafnvægi í Þingeyjarsýslum

Atvinnuástandið á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hefur verið með miklum ágætum á árinu 2022 m.v. stöðuna víða um land. Í byrjun janúar voru 149 einstaklingar á atvinnuleysisskrá, það er í sveitarfélögunum Norðurþingi, Skútustaðahreppi, Tjörneshreppi og Þingeyjarsveit sem skiptist þannig milli sveitarfélaga:

Janúar 2022:

Norðurþing alls 94 einstaklingar (58 karlar 36 konur).

Skútustaðahreppur alls 35 einstaklingar (18 karlar og 17 konur).

Tjörneshreppur alls 3 einstaklingar (3 karlar).

Þingeyjarsveit  alls 17 einstaklingar (11 karlar og 6 konur).

Samkvæmt þessari niðurstöðu voru 90 karlar og 59 konur á atvinnuleysisskrá í janúar, samtals 149. Á landinu öllu var atvinnuleysið 5,2%. Á sama tíma var atvinnuleysið á Norðurlandi eystra 4,9%.

Nóvember 2022:

Norðurþing alls 66 einstaklingar (30 karlar og 36 konur)

Skútustaðahreppur 0

Tjörneshreppur alls 3 einstaklingar (2 karlar og 1 kona)

Þingeyjarsveit alls 31 einstaklingar (17 karlar og 14 konur)

Samkvæmt þessari niðurstöðu voru 49 karlar og 51 kona á atvinnuleysisskrá í janúar, samtals 100 einstaklingar. Á landinu öllu var atvinnuleysið 3,3%. Á sama tíma var atvinnuleysið á Norðurlandi eystra 2,9%.

Stéttarfélögin sjá fyrir sér að atvinnuástandið muni halda áfram að lagast og vöntun verði á starfsfólki til starfa á komandi ári þar sem ekki er annað að sjá en að fyrirtæki á svæðinu standi vel og þá verði töluverð aukning í komum ferðamanna inn á svæðið sem kallar á fjölgun starfsmanna. Efnahagsástandið í heiminum og stríðið í Úkraínu gæti þó dregið úr þeim væntingum. En við vonum það besta og að árið 2023 verði okkur farsælt í alla staði.  

Deila á