Verslunarmenn innan Framsýnar samþykktu kjarasamninginn, 87,5% sögðu já við samningnum

Í hádeginu í dag lauk kosningu um kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands ísl, verslunarmanna sem Framsýn á aðild að fyrir tæplega 300 félagsmenn, það er verslunar- og skrifstofufólk. Kjarasamningurinn var samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu. Já sögðu 87,5%, nei sögðu 12,5%. Samningurinn skoðast því samþykktur. Samkvæmt þessari niðurstöðu ríkir mikil ánægja með kjarasamninginn sem gildir til 31. janúar 2024. Til hamingju félagar.

Deila á