Atkvæðagreiðslu um kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins lauk í hádeginu í dag. Þingiðn á aðild að samningnum fyrir sína félagsmenn. Alls voru 89 félagsmenn á kjörskrá, atkvæði greiddu 14 eða 15,7% félagsmanna. Já sögðu 71.43% þeirra félagsmanna sem greiddu atkvæði, nei sögðu 21,43% félagsmanna. 7,14% tóku ekki afstöðu til samningsins og skiluðu auðu. Samningurinn skoðast því samþykktur með miklum meirihluta.