Spjallað fyrir félagsfundinn

Þessir tveir Aðaldælingar mættu tímanlega á félagsfund Þingiðnar í gær um nýgerðan kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem Þingiðn á aðild að fyrir sína félagsmenn. Þetta eru þeir Jónas og Kristján. Fundurinn var óvenju fjörugur. Ekki var annað að heyra en menn væru nokkuð ánægðir með samninginn. Hins vegar telja félagsmenn Þingiðnar að skýra þurfi betur út vinnutímastyttinguna sem frekar illa hefur gengið að innleiða hjá iðnaðarmönnum. Kosningu um samninginn, sem er rafræn, lýkur á morgun miðvikudag kl. 12:00. Skorað er á félagsmenn að greiða atkvæði um samninginn.

Deila á