Kæru félagsmenn Þingiðnar og Framsýnar, takið eftir

Klukkan 12:00 í dag klárast atkvæðagreiðsla um kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn á almenna vinnumarkaðinum. Endilega kjósið.

Þingiðn stendur fyrir félagsfundi í dag kl. 17:00 um nýgerðan kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem Þingiðn á aðild að fyrir sína félagsmenn. Hægt verður að kjósa um samninginn rafrænt til næstkomandi miðvikudags kl. 12:00.

Framsýn stendur síðan fyrir félagsfundi um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands ísl. Verslunarmanna sem Framsýn á aðild að fyrir félagsmenn sem starfa við verslun og þjónustu. Fundurinn hefst kl. 18:00. Hægt verður að kjósa um samninginn rafrænt til næstkomandi miðvikudags kl. 12:00.

Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna hefur farið víða undanfarið til að kynna nýgerða kjarasamninga, hér eru þeir í heimsókn hjá starfsmönnum GPG á Raufarhöfn.

Hér má sjá starfsmenn GPG kjósa eftir kynninguna. Flestir notuðu tækifærið og kusu um samninginn.

Starfsmenn GPG voru ánægðir með að fá kynninguna á vinnustaðinn.

Deila á