Verslunar- og skrifstofufólk ath. – kynningarfundur

Framsýn stendur fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands ísl. verslunarmann mánudaginn 19. desember kl. 18:00 í fundarsal félagsins. Samningurinn nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa við verslun og þjónustu auk skrifstofustarfa. Rafræn atkvæðagreiða um samninginn er hafin og stendur til kl. 12:00 þann 21. desember. Með því að fara inn á heimasíðu félagsins framsyn.is geta félagsmenn greitt atkvæði um samninginn.

Framsýn

Deila á