Þingiðn skrifar undir kjarasamning – helstu upplýsingar

Skrifað var undir kjarasamning í Karphúsinu í gær milli Samtaka atvinnulífsins og Samiðnar sem Þingiðn á aðild að. Gildistími samningsins er til 31. janúar 2024 og hann kveður meðal annars á um 6,75% hækkun launa og hækkun desember- og orlofsuppbóta.

Þingiðn mun á næstu dögum kynna samninginn með ítarlegum hætti hér á heimasíðunni auk þess sem boðað hefur verið til kynningar fundar næsta mánudag, 19. Desember kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna.

Atkvæðagreiðsla hefst á morgun, miðvikudag, kl. 12:00 og stendur yfir til miðvikudagsins 21. desember kl. 12:00. Stjórn Þingiðnar skorar á félagsmenn að kynna sér samninginn vel og greiða um hann atkvæði.

Hér má sjá kjarasamninginn

Hér má sjá yfirlýsingu stjórnvalda vegna kjarasamninga

 

Deila á