Rafræn atkvæðagreiðsla hefst á föstudaginn

Framsýn hefur ákveðið að viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands. Ekki verður hægt að kjósa með öðrum hætti. Atkvæðagreiðslan hefst kl. 12:00 föstudaginn 9. desember og klárast mánudaginn 19. desember kl. 12:00. Hvað þennan kjarasamning varðar eru 1.516 félagsmenn Framsýnar á kjörskrá. Skorað er á félagsmenn Framsýnar að greiða atkvæði um samninginn. Verði hann samþykktur tekur hann gildi frá 1. nóvember með launahækkunum, ef ekki, hefjast viðræður aftur við Samtök atvinnulífsins.

Deila á