Tilvalin jólagjöf – allir hagnast

Það er tilvalið fyrir fyrirtæki og stofnanir að gefa starfsfólki sínu Húsavíkurgjafabréf í jólagjöf. Þannig eflum við verslun og þjónustu í heimabyggð, það er í Þingeyjarsýslum. Þá er ekki síður viðeigandi að menn íhugi almennt að gefa sínum nánustu gjafabréf í jólagjöf, þannig geta þeir notað gjöfina til að kaupa sér eitthvað nytsamlegt um leið og þeir styðja við samfélagið.

Bréfin sem eru á vegum Húsavíkurstofu eru til sölu í útibúum Sparisjóðs Suður Þingeyinga á Húsavík, Laugum og Mývatnssveit. Bréfin gilda hjá neðangreindum verslunum og þjónustuaðilum á Kópaskeri, Raufarhöfn, Húsavík og nágrenni. Bréfin eru til útgefin í 3.000, 5.000 og 10.000 krónum.

Verslanir:

Nettó, Garðarshólmi, Ísfell, Skóbúðin, Penninn/Eymundsson, Heimamenn, Verslunin Urð Raufarhöfn, Skerjakolla Kópaskeri.

Veitingastaðir:

Salka, Húsavík Öl, Gamli Baukur, Hlöðufell, Lemon, Jaja Ding Dong, Hérna kaffihús, Pizzakofinn.

Klipping:

Toppurinn, Hárform, Háriðjan.

Gisting:

Árból Gistihús, Kaldbakskot, Cape Hotel, Skógar Sunset Guesthouse, Hótel Norðurljós.

Þjónusta og afþreying:

Sjóböðin, Garðvík, Norðurvík, Þyrnishóll, Bílaleiga Húsavíkur, Fatahreinsun Húsavíkur, Travel North – bílaleiga og ljósmyndaprentun, Norðursigling, Gentle Giants.

Deila á