Desember glaðningur – uppbót 2022

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Við starfslok á að gera upp áunna desemberuppbót.

Upphæð desemberuppbótar samkvæmt kjarasamningi við ríkið og samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði er kr. 98.000, miðað við 100% starfshlutfall. Starfsmenn hjá ríkinu eiga að fá desemberuppbót greidda 1. desember og starfsmenn á almennum vinnumarkaði eigi síðar en 15. desember.

Upphæð desemberuppbótar samkvæmt kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga er kr. 124.750, miðað við 100% starfshlutfall. Starfsmenn sveitarfélaga eiga að fá sína desemberuppbót greidda 1. desember, skv. kjarasamningi.

Starfsmenn PCC BakkiSilicon eiga rétt á kr. 200.000,- í desemberuppót m.v. fullt starf og hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Félagsmönnum stéttarfélaganna er velkomið að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna varðandi frekari upplýsingar um uppbótina.

Deila á