Á lista yfir bestu áfangastaðina 2023

Húsa­vík er á lista ferðavefs­ins Tra­vel Lemm­ing yfir bestu áfangastaðina til að heim­sækja á næsta ári. 50 áfangastaðir eru á list­an­um og eru þeir jafn fjöl­breytt­ir og þeir eru marg­ir, en Húsa­vík er í 17. sæti list­ans.

Tra­vel Lemm­ing er vin­sæll ferðavef­ur sem gef­ur út leiðar­vísa um ólíka staði um heim­inn. Vef­ur­inn nýt­ur mik­illa vin­sælda og á ári hverju lesa um sex millj­ón­ir manna hann.

Seychelle Thom­as, ferðablaðamaður Tra­vel Lemm­ing, mæl­ir með því að ferðalang­ar skelli sér í hvala­skoðun á Húsa­vík og láti ekki lund­ana í Lundey fram­hjá sér far. Þá seg­ir enn frem­ur að þrátt fyr­ir að fjöldi ferðamanna leggi leið sína til bæj­ar­ins til að fara í hvala­skoðun sé bær­inn enn heill­andi og haldi í ræt­ur sín­ar sem sjáv­arþorp.

Þá er einnig mælt með því að fara í Sjó­böðin, sem séu betri en Bláa lónið að því leyti að færri heim­sæki böðin.

Efst á lista Tra­vel Lemm­ing er Lafayette í Louisi­ana-ríki í Banda­ríkj­un­um. Í öðru sæti er Bút­an og í því þriðja er Utila í Hond­úras. (Heimild mbl-mynd Framsýn)

Deila á