Fundað um kjaramál í morgun

Formenn Starfsgreinasambands Íslands hafa setið á fundi í morgun um kjaramál. Þar á meðal formaður Framsýnar. Eins og áður hefur komið fram eru kjarasamningar lausir á almenna vinnumarkaðinum. Það er frá 1. nóvember. Ekki er ólíklegt að menn horfi til þess að gera skammtímasamning. Í máli formanna kom fram að mikilvægt væri að ljúka samningagerðinni á næstu dögum og vikum. Ef ekki yrðu menn að skoða aðra aðferðarfræði. Formennirnir munu funda aftur um stöðuna í næstu viku. Milli funda mun samninganefnd SGS funda með fulltrúm frá Samtökum atvinnulífsins með það að markmiði að leita leiða til að klára gerð kjarasamnings.

Deila á