Sungu fyrir afmælisbarnið

Félag bókhaldsstofa á Íslandi hélt fjölmenna haustráðstefnu á Hótel Örk í dag en ráðstefnan stendur yfir í tvo daga.  Nokkur áhugaverð erindi voru flutt á ráðstefnunni, s.s. um málefni starfsmannaleigna, peningaþvætti og félagafrelsi á Íslandi. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, var beðinn um að flytja erindi um verkalýðsfélög, kjarasamninga og félagafrelsi á ráðstefnunni. Formaðurinn fékk góðar viðtökur hjá fundarmönnum sem sáu ástæðu til að syngja fyrir hann afmælissönginn enda átti hann afmæli í dag, 11. nóvember um leið og honum var þakkað fyrir að eyða afmælisdeginum í það að ferðast landshorna á milli til að flytja erindi í Hverragerði.

Deila á