Í gær lauk umsóknarfresti til að sækja um starf þjónustufulltrúa hjá Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Greinilegt er að gríðarlegur áhugi er fyrir starfinu þar sem tuttugu og ein umsókn hefur borist um starfið sem er virkilega ánægjulegt og sýnir áhuga fólks á því að starfa fyrir ein öflugustu stéttarfélög landsins. Aðilar að skrifstofunni eru; Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur. Um er að ræða mjög góðar umsóknir sem erfitt verður að velja á milli. Farið verður frekar yfir umsóknirnar í vikunni. Reiknað er með að ganga frá ráðningu á nýjum starfsmanni í næstu viku. Starfsmaðurinn mun koma í stað Lindu M. Baldursdóttur sem lætur af störfum hjá stéttarfélögunum á komandi vikum.