Skrifað undir stofnanasamning við þjóðgarðana

Eftir langar og strangar samningaviðræður milli Starfsgreinasambands Íslands og þjóðgarðana var skrifað undir sameiginlegan stofnanasamning fyrir helgina sem nær yfir alla starfsmenn þessara stofnana sem eru innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands; Það er innan Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum. Áður voru í gildi tveir stofnanasamningar sem voru sameinaðir í einn. Einn af þeim sem tók þátt í viðræðunum var formaður Framsýnar enda með félagsmenn sem starfa í Vatnajökulsþjóðgarði og hjá Umhverfisstofnun í Mývatnssveit.  Að hans sögn er afar ánægjulegt að samningar skyldu takast að lokum. Eftir atvikum væru menn ánægðir með niðurstöðuna. Samningurinn fer nú í kynningu hjá landvörðum og öðrum starfsmönnum þjóðgarðana. Þar sem um stofnanasamning er um að ræða þarf ekki að greiða atkvæði um hann.

Skrifað undir stofnanasamninginn í húsnæði Umhverfisstofnunar. Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar skrifaði undir fyrir hönd félagsins.

Deila á