Framsýn styrkir TaeKwonDodeild Völsungs

Framsýn stéttarfélag og TaeKwonDodeild Völsungs hafa gengið frá samkomulagi um stuðning stéttarfélagsins við deildina sem hefur verið að eflast mjög á síðustu árum.

Mikil ánægja er innan raða deildarinnar með stuðninginn en fjármagnið verður notað til að kaupa búnað sem nýttur verður á æfingum og í keppnum. Við afhendingu gjafarinnar í gær kom fram hjá Marcin Florczyk þjálfara hjá Taekwondodeild Völsungs að með betri búnaði yrði hægt að efla deildina með betri æfingum og þá yrði hægt að undirbúa iðkendur betur til að taka þátt í keppnum á vegum deildarinnar. Fyrir hönd allra iðkenda deildarinnar þakkaði hann Framsýn fyrir stuðninginn.

Þess má geta að TaeKwonDo hefur verið stundað innan Völsungs í um 10 ár. Á æfingum er lagt mikið upp úr því að styrkja iðkendur bæði líkamlega og andlega. Iðkendur eru á öllum aldri og eru eru allir velkomnir að koma og prófa. Æfingar fara fram reglulega í litla salnum í íþróttahöllinni í tveimur aldurshópum.

Áhugavert er að sjá ungafólki sem stundar þessa skemmtilegu íþrótt.

Formanni Framsýnar var gert að prufa, sem betur fer fyrir hann, tókst honum að klára þrautina sem unga fólkið kláraði með stæl.
Deila á