Við leitum að öflugum liðsmanni – frábært starf í boði

Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík óskar eftir að ráða öflugan einstakling í almenn skrifstofustörf. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf í góðum starfsmannahóp. Kjör taka mið af menntun, reynslu og kjarasamningi Landssambands ísl. verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:

  • Móttaka viðskiptavina
  • Umsjón með orlofsíbúðum og orlofskostum á vegum stéttarfélaganna
  • Umsjón með sölu á flugmiðum
  • Túlkun kjarasamninga með öðrum starfsmönnum
  • Upplýsingagjöf varðandi réttindi félagsmanna úr sjóðum félagsins
  • Aðstoð við skráningu iðgjalda og annara styrkja
  • Innkaup á vörum fyrir Skrifstofu stéttarfélaganna

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun og reynsla á vinnumarkaði sem nýtist í starfi
  • Áhugi fyrir verkalýðsmálum
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfileikar
  • Hæfni til að miðla upplýsingum
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku
  • Góð tölvukunnátta

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur eru með öflugri stéttarfélögum landsins.

Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember n.k.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið með því að senda umsókn á netfangið kuti@framsyn.is eða með því að koma upplýsingum á Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, Húsavík. Forstöðumaður, Aðalsteinn Árni Baldursson, gefur frekari upplýsingar um starfið.  Umsókninni þarf að fylgja upplýsingar fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að sinna starfinu. Um er að ræða fullt starf.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir en það er í höndum Fulltrúaráðs stéttarfélaganna.

Skrifstofa stéttarfélaganna

 

 

 

 

 

Deila á