Breið og góð samstaða á formannafundi SGS

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sem hafa ákveðið að fara saman í komandi kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins funduðu í morgun um stöðuna og viðræðurnar sem hafnar eru við SA. Þá var frumvarp þingmanna sjálfstæðismanna um frjálsa félagaaðild einnig til umræðu. Ekki þarf að taka fram að veruleg óánægja er með framkomið frumvarp enda markmið þingmannanna að lama íslenska verkalýðshreyfingu. Mikil og góður baráttuandi var á fundinum og voru formenn einhuga um að standa saman í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en núverandi kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum renna út um næstu mánaðamót. Innan Starfsgreinasambandsins eru 19 aðildarfélög, sautján af þeim hafa ákveðið að fara saman í viðræðurnar. Hin stéttarfélögin tvö eru með samningsumboðið hjá sér en munu væntanlega vinna mjög náið með félögum sínum innan SGS.

Deila á