Jóla- og áramóta úthlutun íbúða

Félagsmenn stéttarfélaganna sem hafa áhuga á að dvelja í íbúðum á vegum félaganna á Akureyri, Reykjavík og í Kópavogi um jól og áramót eru beðnir um að skila inn umsóknum fyrir 1. nóvember. Í kjölfarið verður íbúðunum úthlutað til umsækjenda. Um er að ræða tímabilið frá 22. desember til 3 janúar. Nánari upplýsingar gefur Linda á Skrifstofu stéttarfélaganna, linda@framsyn.is. Sími 464-6600.

Deila á