Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum fór 45. þing Alþýðusambands Íslands fram í vikunni á Hótel Nordica. Meðan á þinginu stóð bauð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra formanni Framsýnar stéttarfélags, Aðalsteini Árna, í heimsókn í Stjórnarráðið. Ekki þarf að koma á óvart að kjaramál, velferðarmál og málefni Alþýðusambands Íslands voru m.a. til umræðu á fundinum. Forsætisráðherra leggur mikið upp úr góðu samstarfi við verkalýðshreyfinguna ekki síst núna þegar kjarasamningar eru lausir um næstu mánaðamót á almenna vinnumarkaðinum.