Til móts við eigendur rafmagnsbíla

Framsýn og Þingiðn stefna að því að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla í Þorrasölum í Kópavogi þar sem félögin eiga 5 orlofsíbúðir.  Unnið verður að því að setja upp stöðvar í bílakjallarann í október. Samið hefur verið við Hleðsluvaktina um að koma upp grunnneti og stöðvum í kjallarann. Þannig vilja félögin koma til móts við sífjölgandi félagsmenn sem fjárfesta í rafmagnsbílum og dvelja í íbúðum á vegum félaganna í Kópavogi.

Deila á