Forstjóri PCC leit við hjá formanni Framsýnar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna og Elkem, verið ráðinn nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi. Gestur kom við hjá formanni Framsýnar í vikunni. Hann óskaði eftir góðu samtarfi við félagið um málefni starfsmanna og fyrirtækisins. Framsýn hefur lagt mikið upp úr góðu samstarfi við PCC allt frá stofnun fyrirtækisins.

Deila á