Formlegar viðræður um kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna starfsmanna við ferðaþjónustu á Íslandi hófust í Reykjavík í gær. Frá SGS tóku þátt í fundinum Guðrún Elín, Rut, Guðbjörg og Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar. Auk þeirra komu þrír fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins. Fundurinn í gær fór í það að yfirfara bókanir og ræða framhaldið hvað það varðar áður en hafist verður handa við að ræða frekari efnisatriði kjarasamningsins. Umræður urðu jafnframt um 16. kafla samningsins sem fjallar um bensínafgreiðslustaði. Samningsaðilar eru sammála um mikilvægi þess að sameina ákvæði í bensinafgreiðslusamningum SGS og Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins. Það er ef vilji er til þess meðal aðildarfélaga SGS sem á eftir að koma í ljós.