Rasandi yfir framkomnu fjárlagafrumvarpi

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar í vikunni. Meðal mála sem þar bara á góma var framkomið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023. Það virðist trú ríkisvaldsins að þeir sem minnst hafa séu þeir sem viljugastir séu að standa undir auknum álögum, en það verða heimili landsins sem koma til með að finna mest fyrir aukinni skattheimtu nái frumvarpið fram að ganga.

Hækkanir eru boðaðar á áfengi, tóbaki, bensíni, olíu og  kolefnis-, bifreiða- og kílómetragjald hækkar um 7,7% á næsta ári. Viðbúið er að auknar álögur á eldsneyti hækki flutnings- og dreifingarkostnað sem og vöruverð.

Lítið fer hins vegar fyrir því að þeir sem meira hafa, s.s. stóru fyrirtækjunum , bönkunum og sjávarútveginum sé gert að leggja meira til samfélagsins.

Greinilegt er að ríkisstjórnin hefur gleymt fögrum fyrirheitum um  að skapa þjóðfélag sem byggir á jöfnuði.

Verkalýðshreyfingunni ber skylda til og mun svara þessum skilaboðum með skýrum hætti í komandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur og í samskiptum við stjórnvöld. Ábyrgðin liggur ekki bara hjá launafólkinu í landinu.

https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/miklar-auknar-alogur-of-langt-gengid-eins-og-thetta-er-lagt-fram-nuna

https://www.ruv.is/frett/2022/09/12/auknir-skattar-a-bensin-geti-haekkad-voruverd

https://kjarninn.is/skyring/fjarlagafrumvarpid-a-mannamali2023/

Deila á