Snyrtistofan Bellitas opnar í dag á Húsavík

Bellitas snyrtistofa & naglastúdíó opnaði í dag, föstudaginn 9. september að Garðarsbraut 39 á Húsavík. Í tilefni dagsins verður opið hús frá kl. 14:00-18:00. Formaður Framsýnar leit við á stofunni rétt í þessu og færðu eigendum blóm frá félaginu. 

Á snyrtistofunni verður boðið upp á alla almenna snyrtingu; Litun og plokkun, handsnyrtingu, fótsnyrtingu, andlitsmeðferðir, vax og gelneglur. Einnig verður í boði að versla gjafabréf.

Það er Marín Rut Karlsdóttir snyrtifræðimeistari og naglafræðingur sem opnar stofuna.

Hún hefur undanfarin 6 ár starfað sem snyrtifræðingur á snyrtistofunni AquaSpa á Akureyri en ákvað að snúa aftur á heimaslóðir og opna stofu á Húsavík en hún er ættuð úr Aðaldal. Ástæða er til að fagna þessari opnun, þrátt fyrir að karlar og konur í Þingeyjarsýslum gerist ekki fallegri má alltaf gera betur með því að fara í meðferð hjá Marín Rut.

Hér eru gagnlegar upplýsingar:

Tímapantanir á noona.is/bellitas

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið bellitas.snyrtistofa@gmail.com og í síma 846-4609. Instagram.com/bellitassnyrtistofa

Deila á