Þessar þrjár!

Síðasta mánudag, 5. september, boðaði Starfsgreinasambandið til formannaundar á Hótel Reykjavík Natura. Um var að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins voru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi. Mætingin var til fyrirmyndar og dagskráin þétt, en meðal þeirra mála sem voru á dagskrá fundarins má nefna stöðu efnahagsmála, innri mál hreyfingarinnar og undirbúningur vegna komandi kjarasamninga. Þá fengu fundargestir stutta kynningu frá nýráðnum framkvæmdastjóra SGS, Björgu Bjarnadóttur. Meðal þeirra sem voru á fundinum voru Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og  Aneta Potrykus formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar. Þær eru allar miklar baráttukonur.

Kröfugerð SGS sem þegar hefur verið lögð fram við Samtök atvinnulífsins má sjá í heild sinni hér.

Deila á