Gestur nýr forstjóri PCC, sér fyrir sér gott samstarf við Framsýn

Gestur Pétursson nýr forstjóri PCC BakkiSilicon hefur þegar sett sig í samband við formann Framsýnar og óskað eftir góðu samstarfi við félagið um málefni fyrirtækisins og starfsmanna. Fundur aðila er fyrirhugaður á næstu vikum þar sem samstarfið verður þróað frekar. Gestur tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi. Um leið og  Framsýn býður Gest velkominn til starfa vill félagið nota tækifærið og þakka fráfarandi forstjóra fyrir samstarfið, Rúnar Sigurpálssyni.

Deila á