Góðar samræður um byggða- og atvinnumál

Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar sem jafnframt er fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis ásamt Albertínu F. Elíasdóttir framkvæmdastjóra SSNE funduðu með formanni Framsýnar á dögunum. Ekki þarf að koma á óvart að byggða- og atvinnumál í Þingeyjarsýslum voru sérstaklega til umræðu. Þá var komið inn á komandi kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins.  Fram kom í máli Ingibjargar að hún óskar eftir góðu samstarfi við Framsýn er viðkemur öllum framfaramálum á svæðinu. Það á reyndar líka við um SSNE.

Deila á