Vinnustaðaeftirlitið gengið vel

Undanfarið hafa stéttarfélögin í samstarfi við Vinnueftirlitið staðið fyrir vinnustaðaeftirliti á félagssvæðinu. Því miður er það alltaf þannig að of margir atvinnurekendur fara ekki eftir lögum og reglum, sérstaklega í ferðaþjónustunni. Ástandið hefur reyndar lagast töluvert á síðustu árum, þar kemur án efa til vinnustaðaeftirlitið sem er greinilega að skila góðum árangri. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var á Raufarhöfn á dögunum má sjá Aðalstein J. Halldórsson sem tók að sér að sjá um vinnustaðaeftirlitið fyrir stéttarfélögin í sumar. Hann var þar á ferð með fulltrúa frá Vinnueftirlitinu. Auk þess hafa þeir heimsótt fyrirtæki í Kelduhverfi, Öxarfirði, Húsavík og í suður sýslunni. Til greina kemur að ráða mann í verkefnið í haust með öðrum störfum fyrir stéttarfélögin.

Deila á